16. umferð Lengjudeildarinnar var sérstaklega góð fyrir ÍBV og Selfoss. Eyjamenn stigu stórt skref í átt að því að komast upp í Pepsi Max-deildina og Selfyssingar stigu stórt skref í átt að því að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.
ÍBV vann 1-0 sigur í stórleiknum gegn Kórdrengjum. Sito skoraði sigurmarkið en maður leiksins var Eiður Aron Sigurbjörnsson sem er valinn í úrvalsliðið í sjötta sinn í sumar. Tómas Bent Magnússon var flottur í baráttuhlutverki á miðju Eyjamanna.
ÍBV er nú með sjö stiga forystu á Kórdrengi sem eiga þó leik til góða. Það má ekki opna kampavínið strax í Vestmannaeyjum en það má skella því í kælinn.
Gary Martin skoraði tvö mörk fyrir Selfoss sem vann Grindavík 3-2 í stórskemmtilegum fótboltaleik í blíðunni á Selfossi. Enski sóknarmaðurinn var frábær en þessi sigur kemur Selfyssingum fyrir í góðri stöðu í baráttunni við Þrótt um að halda sæti sínu.
ÍBV vann 1-0 sigur í stórleiknum gegn Kórdrengjum. Sito skoraði sigurmarkið en maður leiksins var Eiður Aron Sigurbjörnsson sem er valinn í úrvalsliðið í sjötta sinn í sumar. Tómas Bent Magnússon var flottur í baráttuhlutverki á miðju Eyjamanna.
ÍBV er nú með sjö stiga forystu á Kórdrengi sem eiga þó leik til góða. Það má ekki opna kampavínið strax í Vestmannaeyjum en það má skella því í kælinn.
Gary Martin skoraði tvö mörk fyrir Selfoss sem vann Grindavík 3-2 í stórskemmtilegum fótboltaleik í blíðunni á Selfossi. Enski sóknarmaðurinn var frábær en þessi sigur kemur Selfyssingum fyrir í góðri stöðu í baráttunni við Þrótt um að halda sæti sínu.
Þróttarar töpuðu fyrir Gróttu þar sem Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði bæði mörk Seltirninga í 2-1 útisigri. Útlitið mjög dökkt fyrir Þróttara.
Víkingur Ólafsvík vann sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið vann Þór Akureyri á útivelli. Ólsarar hafa fengið fjögur af fimm stigum sínum í sumar gegn Þórsurum. Guðjón Þórðarson er þjálfari umferðarinnar og Harley Willard var maður leiksins en hann lagði upp bæði mörk Víkinga. Markvörðurinn Marvin Darri Steinarsson er einnig í úrvalsliðinu.
Framarar unnu öflugan sigur gegn Vestra á útivelli. Framarar eru enn án ósigurs en Þórir Guðjónsson skoraði eina markið á Ísafirði. Þá var Gunnar Gunnarsson feikilega traustur í vörninni.
Hinn átján ára Lúkas Logi Heimisson skoraði og var maður leiksins í 3-0 sigri Fjölnis gegn Aftureldingu. Baldur Sigurðsson er einnig í úrvalsliðinu en hann var öflugur í vörn Grafarvogsliðsins.
Sjá einnig:
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir