Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   mið 14. ágúst 2024 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn orðinn þjálfari KR
Á varamannabekknum gegn FH á mánudag.
Á varamannabekknum gegn FH á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við sem þjálfari KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Von er á tilkynningu úr Vesturbænum fljótlega.

Óskar var 1. ágúst tilkynntur sem verðandi aðalþjálfari KR - tilkynnt að hann tæki við eftir tímabiið. Á sama tímapunkti var sagt að hann kæmi inn sem aðstoðarmaður Pálma Rafns Pálmasonar.

Núna er Óskar tekinn við og verður fróðlegt að sjá hvort að Pálmi verði honum til aðstoðar út tímabilið. KR tilkynnti 1. ágúst að Pálmi tæki við sem framkvæmdastjóri KR eftir tímabilið.

Chris Brazell, fyrrum þjálfari Gróttu, hefur verið orðaður við starf aðstoðarþjálfara hjá KR. Fótbolti.net fjallaði um áhuga á Brazell í gær og 433.is sagði frá áhuga KR í dag.

Fyrsti leikur Óskars sem aðalþjálfari KR verður gegn Vestra á laugardag.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner