Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. september 2019 15:55
Brynjar Ingi Erluson
Sviþjóð: Mikilvægur sigur AIK á Häcken - Bjarni Mark í fínum málum í B-deildinni
Bjarni Mark Antonsson spilaði í sigri Brage í dag
Bjarni Mark Antonsson spilaði í sigri Brage í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg um að vera í sænska boltanum í dag en AIK og Hammarby unnu góða sigra á meðan Brage í B-deildinni lagði Dalkurd, 3-1.

Kolbeinn SIgþórsson sat allan tímann á varamannabekknum er AIK vann mikilvægan sigur á Häcken, 2-1. Chinedu Obasi og Sebastian Larsson gerðu mörk AIK en liðið er í efsta sæti A-deildarinnar með 49 stig eftir 23 leiki.

Á sama tíma vann Hammarby 6-2 sigur á Gautaborg. Aron Jóhannsson fór meiddur af velli á 11. mínútu leiksins en Hammarby situr í 4. sæti með 44 stig.

Bjarni Mark Antonsson og hans menn í Brage eru þá að gera atlögu að sæti í efstu deild en liðið vann 3-1 sigur á Dalkurd í B-deildinni en Bjarni lék allan leikinn með Brage. Liðið er í 3. sæti með 44 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Jönköping.

Það er þá hörkuslagur í gangi núna í sænsku A-deildinni en Malmö og Norrköping eigast þar við. Arnór Ingvi Traustason er í byrjunarliði Malmö og Guðmundur Þórarinsson í liði Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner