PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 15. september 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep lofsamaði kollega sinn hjá Brentford - „Man ekki eftir að hafa mætt svona liði"
Mynd: Getty Images

Manchester City vann Brentford í gær þar sem Erling Haaland skoraði tvö mörk.


Liðið lenti hins vegar undir og Pep Guardiola sagði að þeir hefðu hæglega getað verið í verri stöðu.

„Ég man ekki eftir að hafa mætt svona liði í þau 8-9 ár sem ég hef verið hérna sem spilaði eins og þeir fyrstu 23 mínúturnar. Þeir rústuðu okkur og hefðu getað verið 2-0 eða 3-0 yfir. Þetta er óvenjulegt lið. Við höfum þjáðst gegn þeim í hvert skipti sem við höfum mætt þeim," sagði Guardiola.

Man City er nú eina liðið sem er með fullt hús stiga en liðið er með þriggja stiga forystu á Liverpool og Aston Villa en Arsenal og Newcastle geta komist tveimur stigum á eftir City með sigri í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner