Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 15. september 2024 22:30
Sölvi Haraldsson
Þýskaland: Werder Bremen skoraði sigurmarkið einum manni færri
Mynd: EPA

Tveir leikir fóru fram í dag í þýsku Bundesligunni. Augsburg fékk St. Pauli í heimsókn og unnu 3-1.


Staðan í hálfleik var markalaus en Marius Wolf braut ísinn snemma leiks fyrir heimamenn í Augsburg. Það var síðan Phillip Tietz sem tvöfaldaði forystuna þegar aðeins meira en 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

St. Pauli menn jöfnuðu skömmu síðar og korter til stefnu fyrir gestina að jafna.

Það var hins vegar Yusuf Kabadayi sem kláraði leikinn fyrir Augsburg djúpt inn í uppbótartíma. Augsburg vann því 3-1.

Í hinum leik dagsins í þýsku Bundesligunni fékk Mainz Werder Bremen í heimsókn.

Marvin Ducksch braut ísinn fyrir gestina úr vítaspyrnu snemma leiks en Mainz jafnaði leikinn skömmu síðar með marki frá Jae-Sung Lee. Staðan í hálfleik var 1-1.

Marco Friedl, leikmaður Werder Bremen, fékk rautt spjald eftir klukkutímaleik en 9 mínútum síðar tóku þeir hins vegar forystuna með marki frá Derrick Köhn. 

Sterkur 2-1 sigur Werder Bremen staðreynd einum manni færri og á útivelli.

Augsburg 3 - 1 St. Pauli

1-0 Marius Wolf ('47 )

2-0 Phillip Tietz ('67 )

2-1 Carlo Boukhalfa ('75 )

3-1 Yusuf Kabadayi ('90 )

Mainz 1 - 2 Werder

0-1 Marvin Ducksch ('8 , víti)

1-1 Lee Jae Sung ('27 )

1-2 Derrick Kohn ('69 )

Rautt spjald: Marco Friedl, Werder ('60)


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 16 12 3 1 48 13 +35 39
2 Leverkusen 17 11 5 1 41 23 +18 38
3 Eintracht Frankfurt 17 10 3 4 40 24 +16 33
4 RB Leipzig 16 9 3 4 28 22 +6 30
5 Mainz 17 8 4 5 30 21 +9 28
6 Wolfsburg 17 8 3 6 38 29 +9 27
7 Freiburg 17 8 3 6 25 30 -5 27
8 Stuttgart 16 7 5 4 30 25 +5 26
9 Dortmund 17 7 4 6 32 29 +3 25
10 Werder 16 7 4 5 28 29 -1 25
11 Gladbach 17 7 3 7 26 26 0 24
12 Union Berlin 16 4 5 7 14 21 -7 17
13 Augsburg 16 4 4 8 17 33 -16 16
14 St. Pauli 16 4 2 10 12 20 -8 14
15 Hoffenheim 16 3 5 8 20 29 -9 14
16 Heidenheim 16 4 1 11 20 33 -13 13
17 Holstein Kiel 17 3 2 12 25 43 -18 11
18 Bochum 16 1 3 12 13 37 -24 6
Athugasemdir
banner
banner