Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. október 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp skýtur á Southgate: Herra Stones fær sérmeðferð
Klopp hefði viljað sjá Gomez í enska landsliðinu.
Klopp hefði viljað sjá Gomez í enska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Klopp var spurður út í Joe Gomez sem er enn að vinna sig til baka eftir erfið meiðsli á síðasta tímabili.

„Hann er í toppformi og það hefði hjálpað honum ef hann hefði verið valinn í enska landsliðið og spilaði leiki þar, hann er frábær varnarmaður en við erum með fimm frábæra miðverði. Við þurfum á þeim öllum að halda, síðasta tímabil sýndi okkur það," sagði Klopp.

Það má lesa í ummæli Klopp eins og skot á Gareth Southgate þar sem John Stones hefur ekki spilað með Manchester City að undanförnu en hefur samt spilað með landsliðinu.

Klopp staðfesti það síðar á fundinum þegar hann var spurður út í Stones.

„Stundum bregst Gareth þannig við að leikmenn geti ekki spilað með landsliðinu ef þeir spila ekki með félagsliði sínu. Augljóslega fær herra Stones sérmeðferð," sagði Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner