![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
Ísland sigraði Möltu 2-0 í vináttuleik í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörkin.
Hér að neðan er einkunnagjöf Fótbolta.net frá Möltu.
Hér að neðan er einkunnagjöf Fótbolta.net frá Möltu.
Ingvar Jónsson 6
Maltverjar hittu markið bara einu sinni og því reyndi lítið á Ingvar. Hann var þó heilt yfir öruggur í aðgerðum sínum.
Birkir Már Sævarsson 7
Flottur leikur hjá Birki. Skilaði sínu.
Hólmar Örn Eyjólfsson 8 ('80)
Steig ekki feilspor og var mjög öflugur. Nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum.
Sverrir Ingi Ingason 8 - Maður leiksins
Innsiglaði flotttan leik sinn með góðu skallamarki eftir horn.
Ari Freyr Skúlason 6
Byrjaði illa en vann sig síðan inn í leikinn.
Arnór Smárason 5 ('58)
Spilaði sinn fyrsta landsleik í langan tíma. Var að reyna en komst oft lítið áleiðis. Átti góða fyrirgjöf á Elías í fyrri hálfleik.
Rúnar Már Sigurjónsson 6 ('58)
Ágætis leikur hjá Rúnari. Kröftugur þegar hann tók hlaup fram á við.
Ólafur Ingi Skúlason 6 ('80)
Fékk langþráðan séns og bar fyrirliðabandið í dag. Stóð sig með ágætum í hörkunni á miðjunni.
Arnór Ingvi Traustason 7
Skoraði sitt fimma landsliðsmark í tólf leikjum. Komst nokkrum sinnum í álitlega stöðu vinstra megin í teignum en náði ekki að nýta það nægilega vel.
Elías Már Ómarsson 7
Var virkilega sprækur í fyrri hálfleik en sást minna í þeim síðari. Nálægt því að skora með skalla.
Viðar Örn Kjartansson 6 ('70)
Átti tvö skot sem hittu ekki markið. Var að ógna en náði ekki að reka endahnútinn.
Varamenn:
Birkir Bjarnason 6 ('58)
Fínasta innkoma inn á miðjuna.
Jóhann Berg Guðmundsson 7 ('58)
Kom inn af miklum krafti. Átti hornspyrnuna á Sverri í öðru markinu.
Aron Einar Gunnarsson 6 ('70)
Hjálpaði til við að sigla sigrinum í höfn.
Jón Daði Böðvarsson 5 ('70)
Komst ekki í takt við leikinn.
Ragnar Sigurðsson ('80)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Theódór Elmar Bjarnason ('80)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir