þri 15. nóvember 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mest spennandi í riðlakeppninni? - Óvæntasti veisluleikur HM
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir HM
Kai Havertz og félagar í Þýskalandi mæta Spánverjum.
Kai Havertz og félagar í Þýskalandi mæta Spánverjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mbappe og félagar mæta Danmörku.
Mbappe og félagar mæta Danmörku.
Mynd: Getty Images
Úrúgvæ mætir Portúgal.
Úrúgvæ mætir Portúgal.
Mynd: EPA
Það er innan við vika í það að HM í Katar fari af stað. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Á næstu dögum munum við birta þessar spurningar og svar sérfræðinganna við þeim. Næst er það spurningin: Hvaða leikur er mest spennandi í riðlakeppninni?

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
Fyrir mér er það klárlega England vs USA þar sem að 'football' mætir 'soccer'. Vá hvað ég væri spenntur fyrir að kíkja á Twitter eftir leik eftir að Christian Pulisic skorar sigurmark og hendir í skemmtilegan dans og tryggir 'soccer' sigur á Englandi. Það væri eitthvað!

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Frakkland - Danmörk er leikur sem ég bíð eftir. Einnig Spánn - Þýskaland.

Gunnar Birgisson, RÚV
Það er eitthvað við England-Bandaríkin 25. nóvember sem kallar á mann. Annars er það Brasilía-Sviss 28. nóvember sem ég held að gæti orðið flugeldasýning.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Spánn - Þýskaland í annarri umferð E-riðils, tvær risa þjóðir sem maður er samt ekki alveg viss um hvernig munu mæta til leiks og þessi leikur gæti svarað mörgum spurningum. Að öllum líkindum líka leikur um toppsætið í riðlinum.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Ég hef alltaf fylgst vel með Þýskalandi og Spáni svo ég er spennt fyrir þeim leik.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Það eru nokkrir mjög áhugaverðir leikir. Spánn-Þýskaland hlýtur að teljast stórleikur riðlakeppninnar, en það eru nokkrir mjög svo áhugaverðir leikir. England-Bandaríkin verður held ég skemmtilegur og svo bíð ég spenntur eftir að mínir menn í Mexíkó mæti Argentínu. Vert að minnast líka á opnunarleikinn, er maður ekki alltaf spenntastur fyrir honum því það þýðir að mótið er farið af stað?

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
Þýskaland - Spánn finnst mér mest spennandi en svo er Danmörk - Frakkland líka leikur til að fylgjast með

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
Portúgal-Úrugvæ verður trylltur leikur, get ekki beðið eftir þeim leik! En Senegal-Ekvador verður skrautlegur leikur, það gæti orðið óvæntasti veisluleikur HM!

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Portúgal-Úrúgvæ er leikur sem ég ætla að sjá og hann gæti alveg orðið ansi stór í þessum erfiða riðli. Spánn-Þýskaland verður kannski ekkert spennandi en ætti að vera skemmtilegur í baráttunni um efsta sæti E-riðils.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Mér finnst Spánn vs Þýskaland vera mest spennandi! Tvö góð lið að mætast sem spila ólíkan fótbolta.

Sjá einnig:
Með hvaða liði heldur þú?
Hvaða lið kemur á óvart?
Hvaða lið kemur á óvart?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner