Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. nóvember 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi telur Brasilíu, Frakkland og England vera sigurstranglegust
Mynd: EPA

Lionel Messi fyrirliði argentíska landsliðsins telur að Brasilía, Frakkland og England séu sigursælustu liðin á HM í Katar.


Messi á enn eftir að vinna heimsmeistaratitilinn en þetta er mögulega hans síðasti séns.

„Í hvert sinn sem er talað um þá sem eiga möguleika eru alltaf sömu liðin nefnd. Ef ég verð að setja einhverja fyrir ofan aðra myndi ég segja að Brasilía, Frakkland og England séu í hærri gæðaflokki en öll hin löndin. En þetta er svo erfitt og flókið á HM þar sem hvað sem er getur gerst," sagði Messi.

Hann er bjartsýnn að Argentína nái góðum árangri.

„Við erum spenntir. Við erum með góðann hóp sem ætlar sér að vinna en við tökum eitt skref í einu. Við vonumst til að byrja HM á sem besta mögulega máta og ráðast á allt sem kemur þar á eftir. Því meira sem þú spilar því betur lærum við inn á hvorn annan," sagði Messi að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner