Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   fös 15. nóvember 2024 14:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róbert Orri orðaður við endurkomu til Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson er í Dr. Football í dag orðaður við endurkomu til Breiðabliks. Þetta kemur í sömu viku og fjallað er um að Breiðablik verði án Damirs Muminovic á næsta tímabili, allavega í byrjun þess.

Róbert Orri er í dag á láni hjá Kongsvinger í norsku B-deildinni, hann er þar á láni frá CF Montreal í MLS-deildinni út árið.

Róbert er 22 ára örvfættur miðvörður sem hefur verið á mála hjá Montreal síðan kanadíska félagið keypti hann frá Breiðabliki sumarið 2021.

Róbert er uppalinn hjá Aftureldingu en fór til Breiðabliks fyrir tímabilið 2020.

Kongsvinger er í umspili um sæti í efstu deild í Noregi. Liðið á útileik gegn Lyn á sunnudag í 1. umferð umspilsins. Róbert hafði verið í stóru hlutverki á tímabilinu þar til hann tognaði í leik með U21 landsliðinu í september. Hann kom inn á sem varamaður í þarsíðustu umferð og var ónotaður varamaður í síðasta leik.

Hann kom á láni í vor og var upphaflega lánaður út júlí. Sá lánssamningur var framlengdur út tímabilið í Noregi. Í lánssamningum er tekið fram að Kongsvinger sé með kaupmöguleika.
Athugasemdir
banner
banner