Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. janúar 2020 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjónsson: Valgeir getur náð langt
Valgeir Lunddal Friðriksson á U19 landsliðsæfingu í haust.
Valgeir Lunddal Friðriksson á U19 landsliðsæfingu í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur sigraði Bose-mótið í desember.
Valur sigraði Bose-mótið í desember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur sigraði í desember í úrslitaleik Bose-mótsins þegar liðið lagði KR að velli. Þá vannst sigur á Fram í fyrsta leik Reykjavíkurmótsins á dögunum.

Fótbolti.net hafði samband við Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, og spurði hann út í undirbúningstímabilið.

Er eitthvað sem Heimir getur tekið úr þessum leikjum og nýtt sér á næstu mánuðum?

„Já, auðvitað. Leikurinn gegn Fram var svolítið kaflaskiptur og ég sá í leiknum að það vantaði svolítið drápseðlið til að klára leikinn. Við vorum heppnir síðasta korterið - hefðum getað misst leikinn niður í jafntefli. Við getum lært eitthvað að því," sagði Heimir við Fótbolta.net.

„KR-leikurinn var betri. Við vorum þá búnir að spila leiki og æfa vel á undan. Það var fínasti leikur og alltaf gott að vinna mót."

Fréttaritari spurði þá Heimi út í Valgeir Lunddal Friðriksson (fæddur 2001). Í leiknum gegn Fram var hann sex árum yngri en þeir: Orri Sigurður Ómarsson, Sveinn Sigurður Jóhannesson og Sebastian Hedlund (fæddir 1995), næstyngstu leikmenn Vals af þeim sem spiluðu í leiknum. Valgeir kom til Vals frá Fjölni fyrir síðasta keppnistímabil.

Hvað hefur Heimir um Valgeir að segja?
„Valgeir hefur staðið sig vel eftir að ég tók við og fengið tækifæri til að spila. Þetta er efnilegur strákur sem á möguleika á því að ná langt. Eins og alltaf er það undir honum komið hversu langt hann vill fara."

Hvernig leikmaður er Valgeir?
„Hann er efnilegur hægri bakvörður, fljótur og býr yfir ágætis tækni. Við getum ennþá hjálpað honum með staðsetningar í varnarleik og fyrirgjafir. Við vinnum í því með honum," sagði Heimir um Valgeir.

Heimir var þá að lokum spurður út í mögulegar breytingar á hópnum fyrir upphaf Pepsi Max-deildarinnar. Eru einhverjar breytingar sem liggja fyrir?

„Við erum núna í þeim fasa að æfa vel og reyna undirbúa okkur sem best. Ég hef sagt áður og segi aftur að við erum ánægðir með hópinn. Það á bara eftir að koma í ljós hvort það verði einhverjar breytingar á honum fyrir mót," sagði Heimir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner