Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 16. febrúar 2021 09:42
Magnús Már Einarsson
Aubameyang sakaður um sóttvarnarbrot þegar hann fékk húðflúr
Arsenal ætlar að ræða við framherjann Pierre-Emerick Aubameyang eftir myndband sem hann birti á Instagram fyrir helgi.

Aubameyang var að fá sér húðflúr hjá Alejandro Nicholas Bernal sem er þekktur húðflúrari frá Barcelona.

Hvorki Aubameyang né Nicholas voru með grímu og hafa þeir verið sakaðir um að brjóta sóttvarnarlög.

Aubameyang birti myndbandið 10. febrúar en óljóst er hvenær það var tekið upp.
Athugasemdir
banner
banner