Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   fim 16. febrúar 2023 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói: Nei, ég er KR-ingur!
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í Bose-mótinu. Hann á að baki tvo keppnisleiki með KR 2020 og lékk deildarleik með Norrköping í lok tímabils 2021. Þá á hann sjö unglingalandsleiki að baki.
Úr leik í Bose-mótinu. Hann á að baki tvo keppnisleiki með KR 2020 og lékk deildarleik með Norrköping í lok tímabils 2021. Þá á hann sjö unglingalandsleiki að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR tilkynnti á laugardag að Jóhannes Kristinn Bjarnason væri mættur aftur til félagsins eftir tvö ár hjá sænska félaginu Norrköping. Jói, eins og hann er oft kallaður, skrifaði undir þriggja ára samning í Vesturbænum og er kominn með leikheimild með KR. Hann er miðjumaður sem verður átján ára seinn í mánuðinum.

„Mér fannst vera kominn tími á að fá að spila fullorðinsfótbolta," sagði Jói við Fótbolta.net í dag. „Ég var búinn að hugsa þetta í einhvern tíma, en var nýbyrjað að verða að alvöru möguleika."

Sagt var frá því í desember að Jóhannes hefði spilað með KR í Bose-mótinu og í kjölfarið benti flest til þess að hann myndi spila með KR tímabilið 2023. Af hverju tók svona langan tíma að fá skiptin í gegn?

„Ég var að æfa með KR síðustu þrjá mánuði og var að leita mér að liði líka, var að skoða og sjá. Síðan vorum við að bíða eftir Norrköping, bíða eftir FIFA, bíða eftir KSÍ - bara bíða einhvern veginn eftir öllu."

Hann er mjög spenntur fyrir tímabilinu með KR. „Frábært lið, mjög sterkt og mér finnst KR alltaf eiga séns. Ég man ekki eftir síðasta tímabili þar sem stefnan var ekki sett á að vinna. Ég held að það sé stefnan."

„Nei, ég er KR-ingur," sagði Jói og brosti þegar hann var spurður hvort að annað félag á Íslandi hefði komið til greina. „Ég hef trú á okkur, eru með sterkan hóp og mér líst mjög vel á þetta."

Hann segist hafa lært mjög mikið af tíma sínum í Svíþjóð. „Ég kynntist frábærum strákum, varð betri í fótbolta, lærði fullt af hlutum og sé ekki eftir þessu."

Fram hefur komið að aðstæður hjá Norrköping hefðu breyst frá því að Jói fór til félagsins.

„Þetta var ekki alveg eins og ég óskaði mér. Ég vildi fara þangað og reyna komast eins nálægt fullorðinsfótbolta og hægt var. Það varð ekki að veruleika. Ég sé samt ekki eftir neinu, lærði fullt af hlutum og bætti mig þvílíkt í fótbolta."

„Í lokin var þetta farið að vera þannig að ég var að fjarlægjast aðalliðið. Þjálfarinn var rekinn, það kom nýr inn, þá sá ég minna fyrir mér að þetta væri að fara gerast. Þess vegna byrja ég að skoða önnur lið."
Hann æfði í vetur með danska liðinu Lyngby og norska liðinu Molde.

Býst hann við því að vera í stóru hlutverki hjá KR?

„Ég ætla reyna gera það sem ég get til þess að spila, og byrja vonandi leiki. Þetta er samt kannski spurning sem þú þarft að spyrja Rúnar út í."

„Rúnar er toppþjálfari, við fáum inn Ole sem aðstoðarþjálfara sem er frábær og mikill fagmaður. Þetta lítur mjög vel út."


Hjá Norrköping hafa verið margir Íslendingar undanfarin ár. „Frábærir strákar, ég sé ekki eftir því að hafa farið út, ég kynntist frábærum strákum og lærði fullt af þeim," sagði Jói að lokum.
Athugasemdir