Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 04. júní 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Ísak Bergmann: Þurfti að slökkva á samfélagsmiðlum
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Mynd: KSÍ
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson skapaði mikla reiði meðal stuðningsmanna Fortuna Dusseldorf þegar hann skrifaði undir hjá erkifjendunum í Köln á dögunum.

Ísak er staddur í Skotlandi þar sem íslenska landsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Skotlandi á föstudag og hann spjallaði við Fótbolta.net á liðshótelinu í dag.

„Það hefur verið mikið í gangi og miklar tilfinningar í gangi. En þetta er gott skref fyrir mig og minn fótboltaferil. Ég er ánægður með að hafa tekið þetta skref," segir Ísak en Köln komst upp í efstu deild Þýskalands á nýliðnu tímabili.

„Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var lítill strákur. Enginn sem ég talaði við ráðlagði mér ekki að taka þetta skref. Ég var mjög náinn stuðningsmönnunum hjá Dusseldorf og vissi að það yrðu mikil læti í kringum þetta. Ég hugsaði þetta fram og til baka en maður þarf hugsa um drauminn, kannski kemur tækifærið ekki aftur. Þetta er Bundesligan, topp fimm deild. Maður hefði séð eftir því ef maður hefði ekki tekið þetta."

Ísak var viðbúinn því að fá skilaboð frá reiðum stuðningsmönnum Dusseldorf.

„Ég þurfti að slökkva á öllum samfélagsmiðlum, slökkva á öllum ummælunum. Þetta var mjög mikið. Ég skil stuðningsmennina fullkomlega en þetta var liðið sem kom (á eftir mér), það var klásúla sem Köln nýtti sér. Þetta er flottur klúbbur sem er að leggja mikið púður í það að gera vel í Bundesligunni. Þetta er það sem ég var að leitast eftir."

Ísak er mjög sáttur við frammistöðu sína á liðnu tímabili. Tölfræðin sýndi að hann var mesti hlaupagikkur þýsku B-deildarinnar.

„Þetta var eitt mitt besta tímabil, það hefði verið gaman að fara nær toppsætunum með Dussdeldorf en það var eins og það var. Ég vann vel fyrir liðið og það er mjög mikilvægt."

Í viðtalinu ræðir Ísak nánar um leikstíl Kölnar og auðvitað um landsleikinn framundan gegn Skotlandi
Athugasemdir
banner
banner