Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 04. júní 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Ísak Bergmann: Þurfti að slökkva á samfélagsmiðlum
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Ísak Bergmann á landsliðsæfingu í Skotlandi.
Mynd: KSÍ
Mynd: Köln
Ísak Bergmann Jóhannesson skapaði mikla reiði meðal stuðningsmanna Fortuna Dusseldorf þegar hann skrifaði undir hjá erkifjendunum í Köln á dögunum.

Ísak er staddur í Skotlandi þar sem íslenska landsliðið mun leika vináttulandsleik gegn Skotlandi á föstudag og hann spjallaði við Fótbolta.net á liðshótelinu í dag.

„Það hefur verið mikið í gangi og miklar tilfinningar í gangi. En þetta er gott skref fyrir mig og minn fótboltaferil. Ég er ánægður með að hafa tekið þetta skref," segir Ísak en Köln komst upp í efstu deild Þýskalands á nýliðnu tímabili.

„Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var lítill strákur. Enginn sem ég talaði við ráðlagði mér ekki að taka þetta skref. Ég var mjög náinn stuðningsmönnunum hjá Dusseldorf og vissi að það yrðu mikil læti í kringum þetta. Ég hugsaði þetta fram og til baka en maður þarf hugsa um drauminn, kannski kemur tækifærið ekki aftur. Þetta er Bundesligan, topp fimm deild. Maður hefði séð eftir því ef maður hefði ekki tekið þetta."

Ísak var viðbúinn því að fá skilaboð frá reiðum stuðningsmönnum Dusseldorf.

„Ég þurfti að slökkva á öllum samfélagsmiðlum, slökkva á öllum ummælunum. Þetta var mjög mikið. Ég skil stuðningsmennina fullkomlega en þetta var liðið sem kom (á eftir mér), það var klásúla sem Köln nýtti sér. Þetta er flottur klúbbur sem er að leggja mikið púður í það að gera vel í Bundesligunni. Þetta er það sem ég var að leitast eftir."

Ísak er mjög sáttur við frammistöðu sína á liðnu tímabili. Tölfræðin sýndi að hann var mesti hlaupagikkur þýsku B-deildarinnar.

„Þetta var eitt mitt besta tímabil, það hefði verið gaman að fara nær toppsætunum með Dussdeldorf en það var eins og það var. Ég vann vel fyrir liðið og það er mjög mikilvægt."

Í viðtalinu ræðir Ísak nánar um leikstíl Kölnar og auðvitað um landsleikinn framundan gegn Skotlandi
Athugasemdir
banner