Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah sjaldan verið jafn slakur - „Aldrei séð hann svona rólegan"
Mynd: EPA
Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér að undanförnu en hann átti ekki góða leiki gegn PSG og var alveg týndur í úrslitum deildabikarsins gegn Newcastle í kvöld.

Salah hefur raðað inn mörkunum fyrir Liverpool undanfarin ár en hann er í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn sögunnar í úrvalsdeildinni.

Hann átti hins vegar mjög erfitt uppdráttar en hann átti ekki skot á markið né bjó til færi fyrir samherja sína.

Það er í fyrsta sinn sem það gerist hjá honum í treyju Liverpool þegar hann spilar 90 mínútur eða meira.

„Ég hef aldrei séð Mo Salah svona rólegan eins og hann hefur verið í þessum leik. Hann hefur snert boltann þrisvar þegar 25 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik," sagði Gary Neville í útsendingu Sky Sports.


Athugasemdir
banner
banner