Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   sun 16. mars 2025 20:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Leikurinn spilaðist eins og þeir vildu
Mynd: EPA
Liverpool, sigursælasta lið enska deildabikarsins, tapaði í úrslitum gegn Newcastle sem var að næla í sinn fyrsta deildabikartitil í kvöld.

Arne Slot, stjóri Liverpool, var að vonum vonsvikinn í leikslok. Hann ræddi við Sky Sports eftir leikinn.

„Newcastle voru stærri og sterkari í einvígum, bæði mörkin komu upp úr því. Við verðum að vera betri með boltann. Við verðum að skapa meira, við vorum bara að bíða eftir augnablikum," sagði Slot.

„Venjulega opnast svona leikur meira en við gáfum þeim jákvætt hugarfar með því að vera 1-0 yfir í hálfleik. Það þýðir að þeir munu berjast enn meira fyrir hverjum einasta bolta."

„Heilt yfir átti Newcastle sigurinn skilið. Þetta snérist ekki um orku, þeir spiluðu yfir pressuna okkar, mjög snjöll og góð hugmynd. Leikurinn spilaðist eins og þeir vildu. Ég held að enginn stuðningsmaður Liverpool var ánægður með það sem hann sá en svona er þetta stundum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við erum í erfiðleikum með Newcastle. Það er hrós til þeirra því við komumst ekki í takt," sagði Slot að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner