Arsenal lagði fram tilboð í Gyökeres - Pogba að fara til Mónakó - Newcastle vill Pedro
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   sun 16. apríl 2023 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gísli um fagnið: Á svo mikið hrós skilið og er ég mjög þakklátur henni
Gísli faðmar Særúnu.
Gísli faðmar Særúnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur, það er geggjað að fá loksins fyrstu þrjú stigin," sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í stórleik 2. umferðar í Bestu deild karla.

Breiðablik tapaði óvænt gegn nágrönnum sínum í HK í fyrstu umferð en svaraði því býsna vel með flottum sigri á erfiðum útivelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

„Það vantaði kannski aðeins upp á gæði en mér fannst mikið hjarta í þessu, vilji og barátta."

Gísli kom Blikum á blað í leiknum í fagnaði með því að hlaupa til sjúkraþjálfara liðsins, Særúnar Jónsdóttur. Hann útskýrði fagnið aðeins betur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

„Ég vil hrósa Særúnu sjúkraþjálfara. Hún er búin að vera að tjasla manni saman. Þetta er manneskja sem tekur extra skrefið, hún á svo mikið hrós skilið og ég er mjög þakklátur henni. Mig langaði að þakka fyrir mig."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir