„Ég er gríðarlega sáttur, það er geggjað að fá loksins fyrstu þrjú stigin," sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Val í stórleik 2. umferðar í Bestu deild karla.
Breiðablik tapaði óvænt gegn nágrönnum sínum í HK í fyrstu umferð en svaraði því býsna vel með flottum sigri á erfiðum útivelli í kvöld.
Breiðablik tapaði óvænt gegn nágrönnum sínum í HK í fyrstu umferð en svaraði því býsna vel með flottum sigri á erfiðum útivelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 2 Breiðablik
„Það vantaði kannski aðeins upp á gæði en mér fannst mikið hjarta í þessu, vilji og barátta."
Gísli kom Blikum á blað í leiknum í fagnaði með því að hlaupa til sjúkraþjálfara liðsins, Særúnar Jónsdóttur. Hann útskýrði fagnið aðeins betur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
„Ég vil hrósa Særúnu sjúkraþjálfara. Hún er búin að vera að tjasla manni saman. Þetta er manneskja sem tekur extra skrefið, hún á svo mikið hrós skilið og ég er mjög þakklátur henni. Mig langaði að þakka fyrir mig."
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir