Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. maí 2021 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Alisson skoraði sigurmark Liverpool
Mynd: EPA
West Brom 1 - 2 Liverpool
1-0 Hal Robson-Kanu ('15 )
1-1 Mohamed Salah ('33 )
1-2 Alisson ('90)

Liverpool var nálægt því að misstíga sig í baráttu um Meistaradeildarsæti gegn West Brom, sem er nú þegar fallið úr ensku úrvalsdeildinni, í dag.

Hal Robson-Kanu skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar hann kom West Brom yfir á 15 mínútu leiksins.

Liverpool fékk fínt færi á 24. mínútu en skot Sadio Mane fór fram hjá markinu. Tæpum tíu mínútum eftir það jafnaði Liverpool metin og var það Mohamed Salah sem gerði það.

Staðan var 1-1 í hálfleik á The Hawthorns. Í byrjun þess seinni skoraði Sadio Mane mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum dró svo sannarlega til tíðinda þegar mark var dæmt af West Brom vegna rangstöðu. Kyle Bartley skoraði en dómarinn - Mike Dean - mat það þannig að Matt Phillips hefði verið rangstæður og skyggt á sýn Alisson í marki Liverpool. Það eru ekki allir sammála þessu.

Markið stóð ekki og það reyndist dýrkeypt fyrir West Brom því Liverpool skoraði sigurmark undir blálokin. Markvörðurinn Alisson fór fram í horni og skoraði sigurmarkið með skalla. Þvílíkt augnablik og þvílíkur sigur fyrir Englandsmeistara síðasta tímabils.

Liverpool er núna einu stigi frá Meistaradeildarsæti þegar tvær umferðir eru eftir. West Brom er sem fyrr segir fallið úr deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner