Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 16. maí 2024 09:03
Elvar Geir Magnússon
Hjörtur orðaður við Spezia
Hjörtur í leik með íslenska landsliðinu.
Hjörtur í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalskir fjölmiðlar segja að Spezia gæti keypt íslenska landsliðsvarnarmanninn Hjört Hermannsson frá Pisa í sumar.

Hjörtur er 29 ára gamall og er óánægður með fá tækifæri hjá Pisa en hann kom við sögu í fimmtán leikjum í ítölsku B-deildinni á tímabilinu. Hann þurfti að sætta sig við mikla bekkjarsetu.

Hjörtur, sem á að baki 27 landsleiki fyrir Ísland, á enn eitt ár eftir af samningi sínum en það virðist þó ljóst að hann muni yfirgefa Pisa í sumar.

Luca D'Angelo er stjóri Spezia en hann var stjóri Pisa og fékk Hjört til félagsins 2021. Spezia hafnaði í fimmtánda sæti ítölsku B-deildarinnar á tímabilinu og rétt slapp við að fara í umspil um áframhaldandi veru í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner