Argentína 1 - 1 Ísland
1-0 Sergio Aguero ('19 )
1-1 Alfreð Finnbogason ('23 )
1-1 Lionel Messi (f) ('64 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn
1-0 Sergio Aguero ('19 )
1-1 Alfreð Finnbogason ('23 )
1-1 Lionel Messi (f) ('64 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn
Þvílíkar hetjur sem þessir strákar eru orðnir! Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Lionel Messi, Sergio Aguero, Angel Di Maria og félaga í argentíska landsliðinu í fyrsta leik Íslandssögunnar á Heimsmeistaramótinu í fótbolta.
Aguero kom Argentínu yfir, Alfreð jafnaði
Leikurinn byrjaði frábærlega og fékk Ísland magnað færi til að komast yfir á tíundu mínútu en Birkir Bjarnason setti boltann fram hjá. Birkir skoraði fyrsta mark Íslands á EM fyrir tveimur árum en það féll ekki í hans hlut á þessu móti.
Það var Argentína sem komst yfir. Sergio Aguero skoraði þá frábært mark eftir misheppnað skot Marcos Rojo.
Staðan 1-0 fyrir Argentínu en hún var það ekki lengi því Alfreð Finnbogason jafnaði á 22. mínútu. „ALFREÐ FINNBOGASON HEFUR JAFNAÐ Í 1-1!!! ÞARNA!! Ísland náði að setja smá pressu á argentínska liðið, Hörður Björgvin átti sendingu yfir til hægri á Gylfa, hann með sendingu inn í teiginn. Caballero í tómu tjóni, Birkir Bjarna setti pressu á hann og boltinn datt út á Alfreð sem skoraði," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsingu Fótbolta.net
Aguero skoraði sitt fyrsta mark á Heimsmeistaramóti en Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á Heimsmeistaramóti.
🇮🇸 25 minutes into his and their #WorldCup debut... 🙌
— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) June 16, 2018
Congrats, @A_Finnbogason 👏 #ARGISL pic.twitter.com/d2zRwXoAoW
Staðan var 1-1 í hálfleik í Moskvu.
Sjá einnig:
Twitter í hálfleik - Þeir hafa Messi, við höfum lið
Erfiður seinni hálfleikur - Hannes kom til bjargar
Seinni hálfleikurinn var ótrúlega erfiður fyrir Íslendinga. Argentínumenn héldu áfram að vera mikið með boltann og pressuðu stíft eftir marki.
Lionel Messi var í góðri pössun hjá íslenska landsliðinu og fékk ekki rosalega mörg tækifæri í dag. Á 63. mínútu dró hins vegar til tíðinda þegar Aguero féll í teignum eftir viðskipti við Hörð Björgvin Magnússon. Dómarinn dæmdi víti og steig Lionel Messi á punktinn, einn besti fóboltamaður sögunnar ef ekki sá besti. Hannes Þór Halldórsson, leikstjórinn, til varnar. Og viti menn, Hannes varði vítið frá þessum magnaða fótboltamanni.
Hannes las Messi, fór í rétt horn og varði. Þetta er saga sem Hannes getur sagt barnabörnunum í framtíðinni.
Hannes Þór Halldórsson saves the penalty from Messi!!!#fyririsland pic.twitter.com/JaD2GYW92h
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 16, 2018
Íslendingar settu upp vegg í Moskvu og náðu að halda út. Hannes náði að verja aftur ótrúlega vel undir lokin. Niðurstaðan 1-1 gegn einu besta fótboltalandsliði heims. En erum við ekki líka eitt besta fótboltalandslið heims?
1st #WorldCup match. ✅
— FIFA World Cup 🏆 (@FIFAWorldCup) June 16, 2018
1st goal. ✅
1st penalty save. ✅
1st point. ✅
FT: #ARG 1-1 #ISL pic.twitter.com/QyMeTWaQrh
Hvað gerist næst?
Ísland er með eitt stig, sitt fyrsta stig á heimsmeistaramótinu í Rússlandi! Næsti leikur er við Nígeríu á föstudaginn í næstu viku. Króatía og Nígería mætast klukkan 18:00 í kvöld í okkar riðli.
Komandi vika verður veisla!
Athugasemdir