Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   fim 16. júní 2022 14:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur á óskalista Legia Varsjá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er eftirsóttur af mörgum félögum en hann er á förum frá AGF í Danmörku. Samningur hans rennur út um mánaðamótin.

Jón Dagur er 23 ára vængmaður sem skoraði tvö mörk með íslenska landsliðinu fyrr í þessum mánuði.

Pólska félagið Legía Varsjá er með Jón Dag á óskalista sínum en það eru einnig önnur félög.

Hann hefur verið orðaðður við Lecce, Monza og Venezia á Ítalíu, Utrecht í Hollandi og Antwerp í Belgíu. Þá hefur Bröndby sýnt honum áhuga en Jón Dagur vill spila utan Danmörku.

Jón Dagur sagði þá í viðtali á dögunum að það væri einnig áhugi frá Englandi.

Legia endaði í tíunda sæti pólsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Sjá einnig:
Þórir Jóhann: Væri geðveikt að fá Jón Dag í Lecce
Athugasemdir
banner
banner
banner