Ísland og Ísreal skyldu jöfn í Laugadalnum fyrr í kvöld og Þórir Jóhann Helgason miðjumaður Íslands var svekktur eftir leikinn og segir að hann hefði vilja taka stigin þrjú.
„Svekktur, ég held að allir hefðu viljað vinna þennan leik og taka þrjú stig."
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Ísrael
Þórir Jóhann Helgason skoraði annað mark Íslands og var hann spurður hvort hann væri sáttur með sinn leik.
„Já, ég er bara sáttur í heildina."
Ísland fékk þrjú stig í þessum landsleikjaglugga og vildi Þórir Jóhann taka fleiri stig en Ísland þarf núna að treysta á að Albanir vinni Ísrael og Ísland klári Albaníu í næsta glugga til að vinna riðilinn.
„Ég held að við hefðum alveg geta tekið níu stig úr þessum glugga en svona er fótboltinn og bara upp hausinn og vonast til þess að Albanía vinni Ísrael."
Þórir Jóhann Helgason og hans menn í Lecce komust upp í Seriu A á liðnu tímabili og var Þórir spurðir hvernig hann horfir í tímabilið í heild.
„Heilt yfir bara mjög gott. Loka leikirnir voru svolítið erfiðir. Við hefðum getað en töpum honum 2-1 en síðan kláruðum við þetta heima og bara geggjað að komast upp."
Jón Dagur Þorsteinsson er sterklega orðaður við Lecce og var Þórir spurður hvernig yrði að fá hann inn í liðið.
„Það væri geðveikt að fá hann, toppmaður og geggjaður karakter."