Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Í svona bikarleikjum getur allt gerst
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
   mán 13. júní 2022 21:55
Anton Freyr Jónsson
Þórir Jóhann: Væri geðveikt að fá Jón Dag í Lecce
Þórir Jóhann Helgason
Þórir Jóhann Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland og Ísreal skyldu jöfn í Laugadalnum fyrr í kvöld og Þórir Jóhann Helgason miðjumaður Íslands var svekktur eftir leikinn og segir að hann hefði vilja taka stigin þrjú.

„Svekktur, ég held að allir hefðu viljað vinna þennan leik og taka þrjú stig."


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Þórir Jóhann Helgason skoraði annað mark Íslands og var hann spurður hvort hann væri sáttur með sinn leik.

„Já, ég er bara sáttur í heildina."

Ísland fékk þrjú stig í þessum landsleikjaglugga og vildi Þórir Jóhann taka fleiri stig en Ísland þarf núna að treysta á að Albanir vinni Ísrael og Ísland klári Albaníu í næsta glugga til að vinna riðilinn. 

„Ég held að við hefðum alveg geta tekið níu stig úr þessum glugga en svona er fótboltinn og bara upp hausinn og vonast til þess að Albanía vinni Ísrael."

Þórir Jóhann Helgason og hans menn í Lecce komust upp í Seriu A á liðnu tímabili og var Þórir spurðir hvernig hann horfir í tímabilið í heild.

„Heilt yfir bara mjög gott. Loka leikirnir voru svolítið erfiðir. Við hefðum getað en töpum honum 2-1 en síðan kláruðum við þetta heima og bara geggjað að komast upp."

Jón Dagur Þorsteinsson er sterklega orðaður við Lecce og var Þórir spurður hvernig yrði að fá hann inn í liðið. 

„Það væri geðveikt að fá hann, toppmaður og geggjaður karakter."


Athugasemdir
banner
banner