Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. júní 2022 16:00
Hafliði Breiðfjörð
Óvæntur aðskotahlutur fjarlægður í landsleiknum á mánudaginn
Hvað er þetta sem liggur á vellinum?
Hvað er þetta sem liggur á vellinum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óvæntur aðskotahlutur lá í grasinu nærri vítateig Ísraels í landsleik liðsins við Íslands á Laugardalsvelli á mánudaginn.


Erfitt var að sjá það hvað lægi þarna í grasinu og Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri var kallaður til.

Við fyrsta tækfæri tók hann sprettinn inn á völlinn meðan Ísland var með boltann á sínum vallarhelmingi og náði í aðskotahlutinn.

Þá kom í ljós hvers eðlis var, Andri Lucas Guðjohnsen hafði glatað svokölluðu GPS tæki sem allir leikmenn spila með og mælir hreyfingar þeirra á vellinum þegar Ísland fagnaði seinna markinu í leiknum.

Myndirnar að neðan sýna þessa uppákomu.


Athugasemdir
banner
banner