Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 16. júlí 2023 18:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðjón Pétur sakaður um að hafa tekið leikmann Gróttu hálstaki eftir leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var hiti eftir leik Gróttu og Grindavíkur í dag en liðin mættust í 12. umferð Lengjudeildarinnar. Í skýrslu sinni skrifar Arnar Laufdal Arnarsson, fréttaritari Fótbolta.net, eftirfarandi í skýrslu sína:

„Rosalegt, þetta gerðist utan vallar. Eftir viðtal mitt við Helga Sigurðsson fæ ég að heyra að leikmaður Grindavíkur hafi beðið eftir leikmanni Gróttu við klefa liðanna eftir leik, tekið hann hálstaki og ýtt honum upp við vegg og eftir það byrjuðu slagsmál. Vægast sagt athyglisvert mál."

Grótta fór með sigur af hólmi í leiknum, lokatölur 2-0 fyrir heimamenn á Seltjarnarnesi.

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, er sá sem er sakaður um að hafa tekið Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmann Gróttu, hálstaki.

Þetta er haft eftir sjónarvottum af atvikinu. Atvikið átti sér stað við búningsherbergjaaðstöðuna við Vivaldi völlinn.

Fótbolti.net reyndi að ræða við marga aðila í stjórn Gróttu og einnig fleiri sem sáu atvikið en enginn vildi tjá sig að svo stöddu. Málið er greinilega litið alvarlegum augum hjá félaginu.

Fótbolti.net hafði samband við Guðjón Pétur eftir leikinn.

„Það er ekki rétt að ég hafi tekið neinn hálstaki," sagði Guðjón Pétur einfaldlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner