Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 16. júlí 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester staðfestir kaupin á Fatawu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Tilkynning dagsins frá Leicester City kemur engum á óvart, en félagið er búið að tryggja sér þjónustu Issahaku Abdul Fatawu næstu árin.

Talið er að Leicester greiði tæplega 20 milljónir evra til að kaupa Fatawu frá Sporting CP, en leikmaðurinn gerði flotta hluti á láni hjá Leicester á síðstu leiktíð.

Fatawu er hægri kantmaður að upplagi sem getur þó einnig spilað sem sóknartengiliður eða vinstri kantur. Hann er 20 ára gamall og kom að 20 mörkum í 43 leikjum með Leicester á síðustu leiktíð.

Enzo Maresca þjálfari er afar hrifinn af kantmanninum knáa, sem á nú þegar 19 landsleiki að baki fyrir Gana þrátt fyrir ungan aldur.

Fatawu er afar spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og líður mjög vel hjá Leicester. „Ég bjóst ekki við því en ég saknaði allra strákanna í sumarfríinu. Það er frábært að vera kominn aftur," sagði Fatawu í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner