PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Gea mætti aftur á Old Trafford - „Mun aldrei gleyma þessum leik"
Mynd: EPA
David de Gea mætti aftur á Old Trafford í dag þegar Fiorentina heimsótti Man Utd í úrslitaleik SnapDragon-æfingamótsins.

De Gea spilaði yfir 500 leiki fyrir Man Utd á sínum tíma en hann yfirgaf félagið árið 2023. Hann var á krossgötum á þeim tíma og íhugaði að leggja hanskana á hilluna en samdi við Fiorentina rúmu ári eftir brotthvarfið frá Man Utd.

De Gea var tekinn af velli á 87. mínútu en Man Utd vann eftir vítaspyrnukeppni þar sem Altay Bayindir var hetja liðsins. De Gea var mjög ánægður eftir leikinn.

„Ég mun klárlega aldrei gleyma þessum leik. Stundum er erfitt að útskýra með orðum hvernig manni líður á vellinum, að sjá fólkið í stúkunni. Það er mjög tilfinningaþrungið fyrir mig," sagði De Gea.
Athugasemdir
banner