PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan í viðræðum um Höjlund
Mynd: EPA
AC Milan er í viðræðum við Man Utd í gegnum milliliði um Rasmus Höjlund.

Fabrizio Romano segir að Milan hafi boðið 6 milljón evrur í lánsfé. Þá er 45 milljón evra kaupmöguleiki.

Höjlund vill hins vegar vera áfram hjá Man Utd en hann kom ekkert við sögu í sigri Man Utd gegn Fiorentina í æfingaleik í dag.

Hann hefur einnig fengið meiri samkeppni hjá Man Utd en Matheus Cunha var frammi í dag og þá staðfesti félagið komu Benjamiin Sesko frá RB Leipzig í dag.
Athugasemdir
banner