Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mið 16. ágúst 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby um Gylfa: Of snemmt til að vita hvort þetta sé raunhæfur möguleiki
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar er enn óljós en síðasta mánuðinn hefur hann verið orðaður við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby.

Gylfi Þór er 34 ára gamall og hefur ekki spilað keppnisleik í rúm tvö ár.

Gylfi hafði verið í sakamálarannsókn í Bretlandi í næstum tvö ár fyrir brot gegn ólögráða einstaklingi þegar ljóst varð í apríl síðastliðnum að engin ákæra yrði lögð fram í málinu. Hann getur því byrjað að spila fótbolta aftur.

Hann hefur verið orðaður við félög um allan heim, þá helst D.C. United í Bandaríkjunum og einnig félög í Katar.

Fyrrum landsliðsmaðurinn fór á eina æfingu með Val í síðasta mánuði en í útvarpsþætti Fótbolta.net var talað um að hann gæti þurft að fara i aðgerð.

Danska félagið Lyngby hefur daðrað við Gylfa síðasta mánuðinn en Freyr Alexandersson, þjálfari félagsins, hefur áður sagt að hann væri til í að fá hann en þetta sé allt undir Gylfa komið.

NIcas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby, segir í viðtali við Tipsbladet að það sé of snemmt að ræða þennan möguleika.

„Ég held að það sé aðeins of snemmt til að vita það hvort þetta sé yfir höfuð raunhæfur möguleiki. Það er allt of margt sem við vitum ekki enn,“ sagði Kjeldsen.
Athugasemdir
banner