Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. september 2021 18:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eru með bækistöðvar í Hveragerði - Golfmót í dag og paintball á morgun
Icelandair
Kvennalandsliðið æfir í Hveragerði.
Kvennalandsliðið æfir í Hveragerði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grýluvöllur
Grýluvöllur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ætli Elísa sé öflugust með pútterin?
Ætli Elísa sé öflugust með pútterin?
Mynd: Getty Images
Íslenska kvennalandsliðið kom saman í vikunni fyrir fyrsta leik í undankeppni fyrir HM. Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli á þriðjudag.

Liðið er með bækistöðvar í Hveragerði og æfir á Grýluvelli, heimavelli Hamars. Þetta kom fram í viðtali við fyrirliða liðsins Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Hvernig er að mæta til Íslands inn í þessa búbblu? Er þetta eins og í júní eða er eitthvað öðruvísi?

„Þetta er nú mjög svipað. Við erum núna í Hveragerði, það er gaman að breyta aðeins um umhverfi og fáum að gera kannski aðeins meira af skemmtilegum hlutum."

„Við erum samt mættar hingað til að vera með hundrað prósent með einbeitingu á leikinn, það breytist ekki mikið. Það er voða lítið sem breytist en reglurnar eru kannski ekki eins strangar og þær voru í sumar,"
sagði Gunnhildur.

Þið eruð með aðstöðu í Hveragerði, keyrið þið svo á æfingar í Reykjavík?

„Nei, við erum svo rosaheppin að fá æfa á þeim glæsilega velli sem Grýluvöllurinn er. Það er gaman að breyta aðeins um umhverfi. Við fengum fleiri daga í undirbúning fyrir leikinn og því var um að gera að nýta tímann og þjappa hópnum saman."

Glódís Perla Viggósdóttir var til viðtals í kjölfarið á Gunnhildi.

Hvernig hafiði verið að drepa tímann í Hveragerði?

„Jói (fjölmiðlafulltrúi KSÍ) er alltaf með uppistand klukkan tvö," sagði Glódís á léttu nótunum.

„Við erum búnar að vera hérna svo stutt þannig að það hefur ekki verið neinn dauður tími enn. Í dag erum við á leiðinni í golfmót núna seinni partinn og við ætlum að sjá hver er best í golfi í liðinu. Það er ekki ég alla vega. Svo á morgun skilst mér að við séum að fara í paintball þannig þið þurfið engar áhyggjur að hafa af okkur. Við erum alveg góðar í Hveragerði."

Glódís Perla var tilbúin að veðja á Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, sem sigurvegara í mótinu í dag. Hún hélt þá að Berglind, herbergisfélagi sinn, væri góð í golfi og væri bara að þykjast kunna ekkert.


Elísa Viðarsdóttir
Athugasemdir
banner
banner