Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, lýsti vonbrigðum sínum með Helga Mikael Jónasson, dómara í úrslitaleik Mjólkurbikarsins, á X (Twitter) í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
Víkingar fögnuðu fjórða bikarmeistaratitlinum í röð í dag með 3-1 sigri á KA en dómgæslan var til umræðu á samfélagsmiðlum.
Helgi Mikael gaf til að mynda Dusan Brkovic, leikmanni KA, gula spjaldið fyrir brot á Nikolaj Hansen, en það var í raun Hallgrímur Mar Steingrímsson sem braut á honum. Helgi Mikael leiðrétti það ekki.
KA-menn töldu þá að Gunnar Vatnhamar hafi brotið af sér í fyrsta markinu sem Matthías skoraði úr.
Þá vildu KA-menn fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum og Víkingar voru ósáttir við markið sem þeir fengu á sig þar sem töldu hafa verið brotið á Gunnari Vatnhamar.
Sævar, sem er framkvæmdastjóri KA, kallar eftir því að fá dómara sem ráða við verkefni af þessari stærðargráðu.
„Við hljótum að eiga dómara sem ráða við svona verkefni,“ skrifaði Sævar á X (Twitter).
Við hljótum að eiga domara sem raða við svona verkefni
— saevar petursson (@saevarp) September 16, 2023
Athugasemdir