banner
   fös 16. október 2020 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: 433.is 
Freysi verður aðstoðarþjálfari Heimis í Katar
Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, verður á næstu dögum kynntur sem nýr aðstoðarþjálfari Al Arabi í Katar en það er 433.is sem greinir frá þessu í kvöld.

Freyr hefur starfað hjá KSÍ síðastliðin sjö ár eða frá því hann tók við kvennalandsliðinu sem hann stýrði í fimm ár.

Hann var mikið í kringum karlalandsliðið og var meðal annars í þjálfatarateyminu á HM 2018 og tók svo við sem aðstoðarþjálfari er Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni.

Samkvæmt heimildum 433.is verður Freysi nýr aðstoðarþjálfari Al Arabi í Katar en Heimir er einmitt aðalþjálfari liðsins.

Hann verður áfram aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og hafa KSÍ og Al Arabi komist að samkomulagi um það en Freysi mun halda til Katar og ganga frá samningum á næstu dögum.

Heimir tók við Al Arabi árið 2018 en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, er einnig á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner