Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 16. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vonast til að Di Lorenzo verði kominn með nýjan samning eftir HM

Mario Giuffredi umboðsmaður Giovanni Di Lorenzo leikmanns Napoli segir að viðræður við félagið um nýjan samning séu komnar vel á veg.


Luciano Spalletti stjóri Napoli gerði Di Lorenzo að fyrirliða í sumar en þessi 29 ára gamli bakvörður hefur leikið 21 leik fyrir félagið á tímabilinu.

„Við erum nálægt þessu, við erum að tala saman og við erum að reyna að klára þetta áður en hann mætir aftur út á völl," sagði Giuffredi.

Óvíst er hversu langur samningurinn verður en hann gerði nýjan samning á síðasta ári sem gildir til ársins 2026.


Athugasemdir
banner
banner