
Þór 2 - 0 Leiknir R.
1-0 Aron Ingi Magnússon ('11 )
2-0 Juan Guardia Hermida ('28 )
Lestu um leikinn
1-0 Aron Ingi Magnússon ('11 )
2-0 Juan Guardia Hermida ('28 )
Lestu um leikinn
Þór lagði Leikni í Boganum í Lengjudeildinni í dag. Þórsliðið byrjaði mjög vel og Aron Ingi Magnússon kom liðinu yfir eftir að Þór sundurspilaði vörn Leiknis.
Bæði lið fengu tækifæri til að skora í kjölfarið en það var Þór sem bætti við. Þeir komust upp í skyndisókn og Aron renndi boltanum á Rafael Victor. Hann kom boltanum fyrir á fjærstöngina þar sem Juan Guardia var mættur og setti boltann í opið markið.
Leiknismenn voru sterkari í seinni hálfleik og voru hársbreidd frá því að minnka muninn en Ásbjörn Líndal Arnarsson bjargaði á línu eftir skot frá Kára Steini Hlífarssyni.
Atli Þór Sindrason og Orri Sigurjónsson komu inn á í lið Þórs. Orri bjó til dauðafæri fyrir Atla seint í leiknum en skotið framhjá markinu. Það kom ekki að sök fyrir Þórsara sem fóru með sigur af hólmi.
Þór fer upp fyrir Keflavík í 5. sæti með 20 stig. Leiknir er áfram á botninum með níu stig.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 15 | 9 | 5 | 1 | 27 - 12 | +15 | 32 |
2. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 31 | -6 | 18 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 15 | 4 | 1 | 10 | 15 - 30 | -15 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 15 | 2 | 5 | 8 | 22 - 36 | -14 | 11 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |
Athugasemdir