Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Heiðar: Dómarinn þarf að vera með góð laser augu til að sjá það
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík fór til Húsavíkur í dag og gerði jafntefli gegn Völsungi og missti þar með af tækifæri á að komast á toppinn í Lengjudeildinni. Fótbolti.net heyrði í Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, þjálfara Njarðvíkur, eftir leikinn.

„Við vorum svolítið lengi í gang, það voru mikið af auðveldum sendingarfeilum og aukasnertinum á boltanum, það var mögulega smá ferðaþreyta," sagði Gunnar Heiðar.

Lestu um leikinn: Völsungur 1 -  1 Njarðvík

„Svo settum viið okkur í gír og komumst meira og meira inn í þetta. Persónulega fannst mér fyrri hálfleikur spilast alveg eins og við vildum. Við vissum nákvæmlega hvað Völsungur gæti komið með á borðið og hvaða svæði við gætum unnið með. Mér fannst það ganga fullkomlega upp."

Njarðvíkingar voru marki yfir í hálfleik en Gunnar Heiðar var svekktur að munurinn hafi ekki verið meiri.

„Þeir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn en sköpuðu sér engin brjáluð færi. Svo fáum við, ég veit ekki hvað mörg færi, til að gera þetta 2-0 mark og þá er þessi leikur búinn."

Njarðvíkingar voru sannfærðir um að þeir hafi skorað annað markið í seinni hálfleiknum en aðstoðardómarinn taldi að boltinn hafi ekki farið allur inn.

„Það var risaákvörðun hjá aðstoðardómaranum að dæma ekki mark. Ég get ekki dæmt það en ég sá að boltinn var eitthvað inni en hvort hann var allur inni og hvort aðstoðardómarinn hafi séð það. Hann þarf að vera með góð laser augu ef það er þannig. Þá hefði þessi leikur verið búinn og það hefði verið sanngjarnt."

Gunnar Heiðar var vonsvikinn með færanýtingu sinna manna.

„Einhvern veginn náðum við ekki að nýta þessi færi okkar enn einu sinni. Það er mjög þreytt að við þurfum alltaf að bíða eftir jöfnunarmarki til að keyra okkur aftur í gang."

„Það vantar hjá okkur að við séum nægilega rútíneraðir og fókuseraðir til að klára þessa leiki og það getum við farið að slaka aðeins á og siglt þessu heim. Enn og aftur gerðum við það ekki og enn eitt skiptið fáum við jafntefli í leik sem var alls ekki jafntefli."

Hann hrósaði Völsungi í lokin sem er nýliði í Lengjudeildinni.

„Ég sagði við Alla að mér finnst það frábært hvað þeir eru að gera á Húsavík, hvernig fótbolta þeir eru að spila. Þeir reyna að spila fótbolta og eru með ákveðna sýn en auðvitað tekur það smá tíma að verða betra. Mér finnst frábært fyrir þá að gera þetta svona og gera sig gildandi með því að spila fótbolta."
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner
banner