Alex Freyr: Vorum búnir að fá mikið af færum
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
   lau 12. júlí 2025 19:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ólýsanleg, algjörlega sturluð," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrsta sinn í sögunni eftir sigur á Fram eftir vítaspyrnukeppni.

Lestu um leikinn: Vestri 5 -  3 Fram

„Þetta var jafn leikur. Það sem gerði gæfumuninn voru stuðningsmennirnir. Í svona leikjum er oft svona sem skilur að, við fengum ofboðslega mikinn stuðning og ég held að það hafi ýtt þessu yfir línuna fyrir okkur í dag."

Hvernig leið þér í vítaspyrnukeppninni?

„Vel, við erum með góða spyrnumenn og frábæran markmann. Auðvitað er vítaspyrna eins og að kasta tenging þannig maður veit ekki hvað maður fær," sagði Davíð.

„Geggjaður leikur, vel uppsettur. Mér fannst við vera með svör við því sem þeir ætluðu að gera. Auðvitað fannst mér aðeins vanta upp á sóknarleikinn en samt sem áður sköpum við virkilega góðar stöður og tvö til þrjú dauðafæri."

Leikmenn og stuðningsmenn Vestra munu fagna þessum áfanga vel í kvöld.

„Ég ætla að gefa þeim frí þangað til á mánudaginn. Þeir vonandi sletta aðeins úr klaufunum í kvöld, þeir eiga það skilið. Vonandi fáum eitthvað af stuðningsmönnum líka og við náum að gera smá partí úr þessu. Mér finnst liðið eiga skilið að mæta ekki fyrr en á mánudaginn. Það er frí á morgun og svo bara æfing," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir
banner
banner
banner