Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cazorla ætlar að halda áfram að hjálpa uppeldisfélaginu
Mynd: EPA
Santi Cazorla mun taka slaginn með Real Oviedo í efstu deild á Spáni á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið.

Cazorla er orðinn fertugur en hann átti stóran þátt í því að Oviedo komst upp úr næst efstu deild á síðustu leiktíð. Hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn Almería í undanúrslitum umspilsins og skoraði síðan úr vítaspyrnu í 3-1 sigri gegn Mirandes í úrslitum en liðið vann viðureignina samanlagt 3-2.

Hann er þekktastur fyrir tímann sinn hjá Arsenal frá 2012-2018 en hann er uppalinn hjá Oviedo.

Hann var í herbúðum Real Oviedo frá 1996-2003 en neyddist til að yfirgefa félagið vegna fjárhagsvandræða sem urðu til þess að unglingastarfið var lagt niður.

Áratug síðar lenti félagið aftur í vandræðum en Cazorla var einn af þúsundum stuðningsmanna og fyrrum leikmanna sem fjárfestu í hlutabréfum í félaginu til að halda því gangandi.


Athugasemdir
banner
banner