Arnór Sigurðsson sneri aftur í lið Malmö eftir meiðsli þegar liðið vann Norrköping í Íslendingaslag í sænsku deildinni í dag.
Malmö náði 2-0 forystu og Arnór kom inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Þetta var fyrsti leikurinn hans í rúman mánuð.
Malmö náði 2-0 forystu og Arnór kom inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Þetta var fyrsti leikurinn hans í rúman mánuð.
Stuttu síðar kom þriðja mark Malmö en Norrköping náði að klóra í bakkann í blálokin. Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson spiluðu allan leikinn fyrir Norrökping en Jónatan Guðni Arnarsson sat á bekknum.
Malmö er í 5. sæti deildarinnar með 27 stig eftir 16 umferðir en Norrköping er í 12. sæti með 15 stig eftir 15 umferðir.
Athugasemdir