Lionel Messi hefur verið í ótrúlegum ham í MLS deildinni í Bandaríkjunum eftir að Inter Miami byrjaði að spila þar aftur eftir að hafa fallið úr leik á HM félagsliða.
Liðið spilaði þriðja leik sinn eftir HM félagsliða í nótt þegar liðið vann Nashville 2-1. Messi skoraði bæði mörk liðsins en hann hefur nú skorað sex mörk og lagt upp eitt í síðustu þremur leikjum.
Liðið spilaði þriðja leik sinn eftir HM félagsliða í nótt þegar liðið vann Nashville 2-1. Messi skoraði bæði mörk liðsins en hann hefur nú skorað sex mörk og lagt upp eitt í síðustu þremur leikjum.
Orlando City gerði jafntefli gegn Montreal. Orlando var marki yfir í hálfleik en Montreal jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu skammt fyrir lok venjulegs leiktíma. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.
Orlando er í 6. sæti með 35 stig eftir 22 umferðir. Liðið er þremur stigum á eftir Inter Miami sem er í 5. sæti en Miami hefur aðeins spilað 19 leiki.
Athugasemdir