Viktor Gyökeres, framherji Sporting, vill ólmur ganga til liðs við Arsenal í sumar.
Þessi 27 ára gamli framherji hefur verið stórkostlegur í treyju Sporting en hann hefur skorað 97 mörk í 102 leikjum fyrir liðið.
Þessi 27 ára gamli framherji hefur verið stórkostlegur í treyju Sporting en hann hefur skorað 97 mörk í 102 leikjum fyrir liðið.
Hann átti að mæta til æfinga í dag en var hvergi sjáanlegur. Frederico Varandas, forseti félagsins, staðfesti að félagið muni refsa honum fyrir að mæta ekki til æfinga á réttum tíma.
Arsenal og Sporting hafa ekki náð samkomulagi um kaupverð en portúgalska félagið er sagt vilja fá 69 milljónir punda fyrir hann.
„Við erum rólegir. Það er hægt að leysa allt með lokun markaðarins, hári sekt og afsökunarbeiðni til hópsins. Ef þeir vilja ekki borga sanngjarnt verð fyrir Gyökeres mun okkur líða vel næstu þrjú árin," sagði Varandas.
„Ef snillingarnir sem eru að búa til þessa stefnu halda að þetta setji þrýsting á mig til að auðvelda honum að fara, þá hafa þeir ekki aðeins algerlega rangt fyrir sér, heldur eru þeir líka að gera það flóknara fyrir leikmanninn að fara. Enginn er hafinn yfir hagsmuni félagsins. Hver sem þeir eru.“
Athugasemdir