Roberto Firmino, fyrrum leikmaður Liverpool, er á leið til Katar en Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Firmino gekk til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu frá Liverpool árið 2023. Hann var ekki skráður í leikmannahópinn í deildinni vegna útlendingakvóta en hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Asíu á síðustu leiktíð.
Firmino gekk til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu frá Liverpool árið 2023. Hann var ekki skráður í leikmannahópinn í deildinni vegna útlendingakvóta en hann var hluti af liðinu sem vann Meistaradeild Asíu á síðustu leiktíð.
Þetta var fyrsti Meistaradeildartitill félagsins en Firmino var valinn besti leikmaður mótsins. Hann skoraði sex mörk í keppninni og þá lagði hann upp bæði mörkin í úrslitaleiknum í 2-0 sigri gegn Kawasaki Frontale frá Japan.
Hann mun nú fara til Katar og ganga til liðs við Al-Sadd.
Athugasemdir