Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   lau 12. júlí 2025 20:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er alltaf fúll að tapa í vítakeppni," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir tap gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

„Á þessum 90 mínútum sem við spiluðum áður en framlengingin byrjaði þá fannst mér við vera með yfirhöndina meira og minna. Við eigum að klára þetta á 90 mínútum, svo er framlengingin eins og hún er. Við eigum færi þar og þeir líka, þetta hefði getað farið á báða bóga."

„Hörku spenna og týpískur bikarleikur. Þegar þú ert kominn út í vítakeppni þá er erfitt. Maður vill ekki skamma neinn fyrir það að þora að standa á punktinum og vilja taka víti. Það er alltaf einhver sem þarf að klikka til þess að ráða einhver úrslit og því miður lentum við í því."

Fram er í harðri baráttu um að komast í efri hlutann í Bestu deildinni. Liðið mætir Aftureldingu á fimmtudaginn.

„Við förum kokhraustir héðan. Við ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað, við erum mjög leiðir en það er svo mikið um að spila í deildinni. Við ætlum að halda áfram á okkar vegferð. Strákarnir fá tveggja daga frí og sleikja sárin og svo mætum við kokhraustir í næsta leik. Við leyfum mönnum að safna smá kröftum í líkamann eftir þessar erfiðu mínútur."
Athugasemdir
banner