Alex Freyr: Vorum búnir að fá mikið af færum
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
   lau 12. júlí 2025 20:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er alltaf fúll að tapa í vítakeppni," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir tap gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

„Á þessum 90 mínútum sem við spiluðum áður en framlengingin byrjaði þá fannst mér við vera með yfirhöndina meira og minna. Við eigum að klára þetta á 90 mínútum, svo er framlengingin eins og hún er. Við eigum færi þar og þeir líka, þetta hefði getað farið á báða bóga."

„Hörku spenna og týpískur bikarleikur. Þegar þú ert kominn út í vítakeppni þá er erfitt. Maður vill ekki skamma neinn fyrir það að þora að standa á punktinum og vilja taka víti. Það er alltaf einhver sem þarf að klikka til þess að ráða einhver úrslit og því miður lentum við í því."

Fram er í harðri baráttu um að komast í efri hlutann í Bestu deildinni. Liðið mætir Aftureldingu á fimmtudaginn.

„Við förum kokhraustir héðan. Við ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað, við erum mjög leiðir en það er svo mikið um að spila í deildinni. Við ætlum að halda áfram á okkar vegferð. Strákarnir fá tveggja daga frí og sleikja sárin og svo mætum við kokhraustir í næsta leik. Við leyfum mönnum að safna smá kröftum í líkamann eftir þessar erfiðu mínútur."
Athugasemdir
banner