
Völsungur gerði jafntefli gegn Njarðvík í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net spjallaði við Aðalstein Jóhann Friðriksson, þjálfara Völsungs, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Völsungur 1 - 1 Njarðvík
„Ég ætla að virða þennan punkt. Ekki alveg nógu góður fyrri hálfleiku, við vorum að keppa og slást og gerðum það fínt. Á boltann vorum við klaufar, sendingar sem við eigum ekki að vera klikka á, sérstaklega á rennisléttu glænýju gervigrasi sem voru að koma okkur í vandræði."
„Eftir leik fannst mér við eiga skilið að skora þegar við skoruðum. Þeir voru örugglega hundfúlir að fara ekki heim með allt saman. Hlutdrægur ég ætla að segja að við áttum skilið stig,"
Völsungur vildi fá víti undir lok leiksins.
„Hlutdrægur ég mun segja að við áttum að fá víti. Miðað við línuna í leiknum þá hefði það ekki komið mér á óvart að þetta hefði verið víti. Við vorum nálægt því þar að annaðhvort komast í dauðafæri til að skora eða fá víti, það hefði verið sætt en það datt ekki í dag," sagði Alli léttur.
Alli er ánægður með tímabilið til þessa.
„Í hreinskilni þá var fín frammistaða í fyrstu umferð en þungt í annarri. Við vorum að spila okkur í takt og í síðustu umferðum finnst mér spilamennskan vera orðin betri og betri þó að stigin hafi ekki fylgt í síðustu leikjum. Það býr meira í þessu liði heldur en held ég að leikmenn trúi," sagði Alli.
Elvar Baldvinsson skoraði mark Völsungs eftir hornspyrnu.
„Elvar er búinn að bíða eftir þessu. Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik: 'Loksins er Elvar inn í teig í hornum'. Ég held reyndar að hann farið inn í hverju einasta horni í sumar. Pabbi veit þetta kansnki betur en ég," sagði Alli léttur.
„Elvar var ekki í alveg réttu hlaupi sagði hann mér eftir leik. Það skiptir ekki máli, markið var gott. Elvar er hrikalega sterkur og kraftmikill í loftinu og það var kominn tími á að hann myndi skora."
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 12 | 7 | 4 | 1 | 21 - 8 | +13 | 25 |
2. Njarðvík | 12 | 6 | 6 | 0 | 30 - 12 | +18 | 24 |
3. HK | 12 | 7 | 3 | 2 | 24 - 13 | +11 | 24 |
4. Þróttur R. | 12 | 6 | 3 | 3 | 23 - 20 | +3 | 21 |
5. Þór | 12 | 6 | 2 | 4 | 28 - 19 | +9 | 20 |
6. Keflavík | 12 | 5 | 3 | 4 | 25 - 18 | +7 | 18 |
7. Grindavík | 12 | 4 | 2 | 6 | 28 - 36 | -8 | 14 |
8. Völsungur | 12 | 4 | 2 | 6 | 18 - 27 | -9 | 14 |
9. Fylkir | 12 | 2 | 4 | 6 | 16 - 20 | -4 | 10 |
10. Selfoss | 12 | 3 | 1 | 8 | 13 - 25 | -12 | 10 |
11. Fjölnir | 12 | 2 | 3 | 7 | 14 - 27 | -13 | 9 |
12. Leiknir R. | 12 | 2 | 3 | 7 | 12 - 27 | -15 | 9 |
Athugasemdir