Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   lau 12. júlí 2025 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Völsungur gerði jafntefli gegn Njarðvík í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net spjallaði við Aðalstein Jóhann Friðriksson, þjálfara Völsungs, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Völsungur 1 -  1 Njarðvík

„Ég ætla að virða þennan punkt. Ekki alveg nógu góður fyrri hálfleiku, við vorum að keppa og slást og gerðum það fínt. Á boltann vorum við klaufar, sendingar sem við eigum ekki að vera klikka á, sérstaklega á rennisléttu glænýju gervigrasi sem voru að koma okkur í vandræði."

„Eftir leik fannst mér við eiga skilið að skora þegar við skoruðum. Þeir voru örugglega hundfúlir að fara ekki heim með allt saman. Hlutdrægur ég ætla að segja að við áttum skilið stig,"

Völsungur vildi fá víti undir lok leiksins.

„Hlutdrægur ég mun segja að við áttum að fá víti. Miðað við línuna í leiknum þá hefði það ekki komið mér á óvart að þetta hefði verið víti. Við vorum nálægt því þar að annaðhvort komast í dauðafæri til að skora eða fá víti, það hefði verið sætt en það datt ekki í dag," sagði Alli léttur.

Alli er ánægður með tímabilið til þessa.

„Í hreinskilni þá var fín frammistaða í fyrstu umferð en þungt í annarri. Við vorum að spila okkur í takt og í síðustu umferðum finnst mér spilamennskan vera orðin betri og betri þó að stigin hafi ekki fylgt í síðustu leikjum. Það býr meira í þessu liði heldur en held ég að leikmenn trúi," sagði Alli.

Elvar Baldvinsson skoraði mark Völsungs eftir hornspyrnu.

„Elvar er búinn að bíða eftir þessu. Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik: 'Loksins er Elvar inn í teig í hornum'. Ég held reyndar að hann farið inn í hverju einasta horni í sumar. Pabbi veit þetta kansnki betur en ég," sagði Alli léttur.

„Elvar var ekki í alveg réttu hlaupi sagði hann mér eftir leik. Það skiptir ekki máli, markið var gott. Elvar er hrikalega sterkur og kraftmikill í loftinu og það var kominn tími á að hann myndi skora."
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner