Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill vinna HM félagsliða fyrir Diogo Jota
Pedro Neto fagnar marki á HM félagsliða
Pedro Neto fagnar marki á HM félagsliða
Mynd: EPA
Pedro Neto, leikmaður Chelsea, ætlar sér að vinna HM félagsliða fyrir Diogo Jota sem lést í bílslysi fyrr í þessum mánuði. Chelsea mætir PSG í úrslitum annað kvöld klukkan 19.

Þeir voru samherjar í portúgalska landsliðinu og þá voru þeir samherjar hjá Wolves tímabilið 2019-2020. Jota gekk til liðs við Liverpool árið 2020 en Neto gekk svo til liðs við Chelsea í fyrra.

„Þið megið vita það að þegar ég stíg út á völl á sunnudaginn vil ég vinna þessa keppni fyrir Diogo Jota. Hann verður alltaf með mér. Ég mun alltaf hugsa til hans, bróður hans Andre Silva og fjölskyldna þeirra. Þetta eru mjög erfiðir tímar," sagði Neto.

„Ég var mjög ungur þegar ég kom í nýtt land og hann var einn af lykilmönnum Wolves. Hann hjálpaði mér og fjölskyldunni minni mikið. Ég lærði mikið af honum um lífið og fótbolta."

„Hann var hluti af vinahópnum í portúgalska hópnum. Við vorum margir, Ruben Neves, Joao Moutinho, Ruben Vinagre, Rui Patricio, ég og Diogo. Við vorum svo nánair og eyddum miklum tíma saman utan vallar. Við höldum sambandi og þessir strákar og minningarnar munu vera með mér allt mitt líf. Þess vegna er svo erfitt að vera án hans."
Athugasemdir
banner