Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 13. júlí 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 12. umferðar - HK fékk hann bara
Lengjudeildin
Dagur Orri Garðarsson er leikmaður umferðarinnar.
Dagur Orri Garðarsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amin Cosic er í fjórða sinn í liðinu.
Amin Cosic er í fjórða sinn í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær Ingason.
Aron Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hemmi Hreiðars er þjálfari umferðarinnar.
Hemmi Hreiðars er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennan í Lengjudeildinni heldur bara áfram að aukast en topplið ÍR tapaði gegn 1-2 heima gegn HK í tólftu umferðinni. Njarðvík gerði jafntefli 1-1 gegn Völsungi og mistókst að hrifsa toppsætið.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Dagur Orri Garðarsson, lánsmaðurinn frá Stjörnunni, skoraði bæði mörk HK í sigrinum gegn ÍR. Hann er markahæstur í deildinni með 10 mörk. - „Dagur ótrúlegur, þarf bara að sjá markið og hann skorar. Greinilega nautsterkur líkamlega, líkt og sást í fyrra markinu," skrifaði Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, um frammistöðu Dags í leiknum.




HK er fyrsta lið deildarinnar til að leggja ÍR í sumar og Kópavogsliðið er einu stigi frá toppsætinu eftir sigurinn. Hermann Hreiðarsson er þjálfari umferðarinnar og þá er markvörðurinn Ólafur Örn Ásgeirsson í liði umferðarinnar.

Amin Cosic, sem gengur í raðir KR í glugganum, var maður leiksins í 1-1 jafnteflinu á Húsavík. Mark Njarðvíkur kom eftir magnaðan undirbúning hans. Elvar Baldvinsson steig varla feilspor í vörn Njarðvíkur og skoraði jöfnunarmarkið.

Aron Snær Ingason skoraði fyrsta markið og átti líka mjög stóran þátt í öðru markinu þegar Þróttur vann 3-2 sigur á Keflavík. Heldur betur dýrmæt stig fyrir Þróttara sem fóru upp í fjórða sæti. Kári Kristjánsson hefur jafnað sig eftir veikindi, kom inn af bekknum og lagði upp og skoraði.

Þórsarar eru í fimmta sæti eftir að hafa unnið 2-0 sigur gegn botnliði Leiknis í Boganum. Ungir leikmenn Þórs skinu skært í leiknum og tveir fæddir 2008 eru í úrvalsliðinu; Ásbjörn Líndal Arnarsson og Einar Freyr Halldórsson.

Eftir erfiðar vikur þá beit Grindavík frá sér og vann 3-2 endurkomusigur á útivelli gegn Fjölni. Ingi Þór Sigurðsson var besti maður vallarins að mati fréttaritara Fótbolta.net.

Hrakfarir Fylkis halda áfram en liðið tapaði 3-1 á Selfossi. Reynir Freyr Sveinsson var besti maður vallarins og Jón Vignir Pétursson átti virkilega góðan leik á miðjunni. Selfyssingar í stuði á Kótelettunni.

Fyrri úrvalslið:
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner