Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 13. júlí 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna í dag - Falla Evrópumeistararnir úr leik?
EM KVK 2025
Mynd: EPA
England er ríkjandi meistari á EM kvenna eftir sigur á heimavelli árið 2022.

Liðið á það á hættu að falla úr leik í riðlakeppninni í ár.

Liðið þarf að vinna granna sína í Wales til að gulltryggja sætið en ef ekki þarf liðið að treysta á að Holland vinni Frakkland.

Frakkar eru á toppnum með sex stig, England í öðru sæti með þrjú stig eins og Holland sem situr í þriðja sæti en Wales er á botninum án stiga.

sunnudagur 13. júlí
19:00 England - Wales
19:00 Holland - Frakkland
Athugasemdir
banner