Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 16:55
Brynjar Ingi Erluson
Heimir: Vil óska írsku þjóðinni til hamingju
Heimir stýrði Írum í umspilið
Heimir stýrði Írum í umspilið
Mynd: EPA
Heimir Hallgrímsson stýrði Írum í umspil fyrir heimsmeistaramótið með mögnuðum 3-2 sigri á Ungverjalandi í dag.

Írar vissu að þeir þyrftu sigur til að komast í umspilið. Lítið var eftir af uppbótartímanum og leikurinn að fjara út.

Ungverjar voru vissir um að þeir væru á leið í umspilið en á lokasekúndunum skoraði Troy Parrott þriðja mark sitt í leiknum og skaut Írum áfram.

Heimir hefur verið mikið gagnrýndur síðustu mánuði, en hljóðið er nú annað hjá Írum eftir magnaða frammistöðu í þessum glugga.

„Þetta var skrítinn leikur. Við virkuðum stressaðir í byrjun og í basli með ákveðnar hreyfingar. Við vörðumst of seint og ekki nógu grimmir.“

„Við opnuðum vopnabúrið og hentum öllum fram í lokin. Strákarnir verðskulduðu þetta og vil ég óska írsku þjóðinni til hamingju fyrir að eiga þessa stráka,“
sagði Heimir.

Parrott skoraði þrennu fyrir Íra en Heimir var ótrúlega glaður fyrir hans hönd.

„Hann ætti að njóta augnabliksins. Því miður þá var hann meiddur lengi snemma á tímabilinu annars hefði hann verið einn af markahæstu leikmönnunum ef ekki sá markahæsti í Evrópu. Hann hefur sýnt gæðin sem hann er með. Þetta augnablik er ekki til þess að finna hetjur heldur á þetta að snúast um liðið, andann, samheldnina og alla þá vinnu sem liðið lagði á sig,“ sagði Heimir.
Athugasemdir
banner