Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   mið 16. desember 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Hertha Berlin stingur upp á nafni á dóttur Hólmars
Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður og leikmaður Rosenborg, og unnusta hans Jóna Vestfjörð Hannesdóttir eignuðust dóttir á dögunum.

Þýska félagið Hertha Berlin er með frétt í dag þar sem sagt er frá því að Eyjólfur Sverrisson, faðir Hólmars, sé nú orðinn afi.

Eyjólfur er í miklum metum hjá Herha Berlin eftir að hafa leikið með liðinu frá 1995 til 2003.

Hertha Berlin stingur einnig upp á því í fréttinni að dóttir Hólmars fái nafnið Hertha!

Smelltu hér til að sjá fréttina á vef Hertha Berlin
Athugasemdir
banner