Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   sun 17. janúar 2021 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Get sætt mig við stig ef við vinnum næsta leik
Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Englandsmeistara Liverpool á Anfield í dag.

Liverpool stjórnaði gangi mála í fyrri hálfleik án þess að skapa mikla hættu en Rauðu djöflarnir vöknuðu til lífsins eftir leikhlé og komust nálægt því að skora í tvígang.

„Þetta eru bara góð úrslit ef við vinnum næsta leik. Við erum sárir eftir að hafa fengið bestu færin í leiknum. Ég er svekktur en get sætt mig við stig svo lengi sem við vinnum í næstu umferð," sagði Solskjær.

„Við komumst aldrei í gang í fyrri hálfleik en svo vorum við betri aðilinn undir lokin og hefðum getað unnið. Við erum ekki bara svekktir með úrslitin heldur líka part af frammistöðunni. Ég veit að þessir strákar geta spilað betur en þeir gerðu í dag. Við þurftum að verjast alltof mikið í dag, ég veit að strákarnir geta haldið boltanum betur.

„Við vorum þó hætulegir og sköpuðum tvö dauðafæri en markvörðurinn þeirra varði meistaralega í bæði skiptin."


Paul Pogba átti flottan leik og komst nálægt því að skora. Solskjær er mjög ánægður með hans frammistöðu.

„Paul var stórkostlegur í dag og átti skilið að skora til að kóróna frammistöðuna. Hann sinnti varnarvinnunni frábærlega til að stoppa Robertson."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner