Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. janúar 2022 22:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pogba klár í slaginn fyrr en áætlað var?
Mynd: EPA
Paul Pogba leikmaður Manchester United hefur verið frá vegna meiðsla síðan í nóvember en þá meiddist hann á æfingu hjá franska landsliðinu.

Ralf Rangnick stjóri United sagði frá því fyrir rúmri viku síðan að hann myndi sennilega ekki byrja að æfa fyrr en eftir um það bil mánuð.

Það kom því mörgum á óvart að sjá myndir af Pogba á æfingu. Cristiano Ronaldo birti mynd af nokkrum liðsfélögum sínum á æfingum í morgun en þar má meðal annars sjá Pogba.

„Fyrir viku þá var mér sagt að hann yrði frá í fjórar til fimm vikur í viðbót. Hann er ekki byrjaður að æfa með liðinu og eftir því sem ég best veit frá læknaliðinu þá snýr hann ekki aftur á æfingu fyrr en eftir þrjár eða fjórar vikur og þegar hann er klár í það þá þýðir það ekki endilega að hann sé leikfær."

„Það mun taka nokkrar vikur áður en hann getur spilað fyrir aðalliðið," sagði Rangnick um stöðuna á Pogba fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Spurning hvort hann verði klár í slaginn fyrr en áætlað var.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner