Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   þri 17. janúar 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand: Besti leikmaður tímabilsins er í Arsenal
Rio Ferdinand segir að norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard hafi verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Ödegaard er fyrirliði Arsenal en liðið er með átta stiga forystu á Manchester City.

Ödegaard skoraði seinna markið í 2-0 sigrinum gegn Tottenham á sunnudag en það var áttunda mark hans á tímabilinu.

Sjá einnig:
Ödegaard þegar búinn að bæta markatölfræði sína frá síðasta tímabili

„Ödegaard er geggjaður. Það sem ég fíla mest varðandi Ödegaard er ferðalagið hans. Hann var barnastjarna sextán ára og keyptur til Real Madrid. Hann átti alltaf að vera ofurstjarna," segir Ferdinand.

„Hann væri ekki þessi leikmaður í dag án þessarar sögu. Það komu erfiðleikar og skyndilega þurfti hann að sýna auðmýkt og fara á láni í mun minna félag. Hann þurfti að byggja sig upp aftur og fer svo til Arsenal, tekur við fyrirliðabandinu og fer á kostum."

„Hann er leikmaður tímabilsins hingað til að mínu mati. Erling Haaland hefur líka verið frábær en ef ég ætti að kjósa núna þá væri það Ödegaard."
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner